☑︎ Síðasta uppfærsla þessarar umsagnar: júní 2024

Frá því að fyrirtækið var stofnað árið 2012, hefur NordVPN vaxið svo um munar og er nú lang stærsta VPN þjónustan í heiminum – reyndar er þjónustan tvisvar sinnum vinsælli en næst stærsta vörumerkið eins og sést glögglega á alheimsleit Google varðandi áhugamál:

NordVPN interest

Þessi tilkomumikli vöxtur hefur gert NordVPN leiðandi á markaðinum en er það vegna raunverulegra gæða og trúverðugleika – eða bara vegna stórrar markaðsáætlunar?

Með öðrum orðum: ættir þú að velja NordVPN til að bæta öryggi þitt og friðhelgi á netinu?

Við skulum skoða þetta vandlega!

Í þessari ítarlegu umsögn ætlum við að greina NordVPN frá öllum mögulegum sjónarhornum til að mynda upplýst álit. Við munum meðal annars fara yfir eftirfarandi almennu spurningar:

 • 🗻Á hvaða hátt er Nord frábrugðið öðrum VPN þjónustum?
 • 🔒Eru gögnin þín virkilega örugg hjá NordVPN?
 • 🐌Getur þjónustan hægt á internet tengingunni þinni?
 • 💸30 daga endurgreiðslutrygging – hvernig virkar það?
 • 🏆Ættir þú að velja NordVPN fram yfir aðra söluaðila?

(og talandi um Nord, ef þú ákveður að prófa NordVPN þá erum við með afsláttarkóða í lok þessarar greinar sem gerir þér kleift að spara 5% til viðbótar af þriggja ára áskriftinni)

…En fyrst skulum við kynna okkur hvort NordVPN er raunverulega svo frábrugðin öllum öðrum VPN þjónustum:

Einstakir eiginleikar NordVPN

VPN (=Virtual Private Network) er kerfi sem beinir komandi og fráfarandi netumferð í gegnum dulkóðaða tengingu sem kallast “göng”.

Þetta gerir tengingu þína mikið öruggari gegn árásarmönnum sem vilja stela viðkvæmum upplýsingum frá þér og einnig bætir þetta friðhelgi þína gegn hverjum þeim sem vill mögulega njósna um þig – allt frá ríkisstjórnum og vingjarnlegum stórfyrirtækjum, til netþjónustufyrirtækis þíns.

Þar sem veffangið þitt verður hulið í ferlinu, færðu einnig aðgang að öllu efni umhverfis heiminn sem “bónus”, jafnvel þó það sé takmarkaður aðgangur í þínu landi vegna höfundaréttar eða ríkisritskoðunar 🚧

Nánast hver einasta viðunandi VPN þjónusta á markaðinum býður nú upp á allt hér að ofan í öllum hugsanlegum tækjum, allt frá fartölvum til snjallsíma, sjónvörpum og netbeinum – er eitthvað sérstakt við NordVPN?

Já, í rauninni heilmikið:

 • NordVPN er með langmesta fjölda netþjóna (5000+ í 59 löndum) af öllum núverandi VPN söluaðilum – það er meira en 1,5x meira en næststærsti söluaðili VPN!

Þetta felur í sér nánast ótakmarkað val staðsetninga og tryggir að enginn einstaka netþjónn mun yfirhlaðast af of mörgum samtímatengingum.

Hér er listi yfir öll lönd með NordVPN netþjóna (hver merking táknar svæði, ekki stakan netþjón):

NordVPN: countries

Þú tekur kannski eftir að val á löndum er tiltölulega lítið hjá NordVPN miðað við 150+ hjá sumum af hinum VPN þjónustunum – það er vegna þess að Nord notar einungis raunlæga netþjónaí stað sýndarþjóna sem einungis líkja eftir staðsetningunum.

 • Meiri hraði með NordLynx, nýrri VPN samskiptareglu sem hönnuð er af NordVPN á grundvelli Wireguard opnum hugbúnaði.

Á meðan flestir veitendur nota bara núverandi samskiptareglur, hefur NordVPN ákveðið að skapa sérsniðna útgáfu sem hæfir betur þeirra sérsniðna net-arkítektúr: hvers vegna skiptir það máli?

…hraðari tengingar:

NordLynx: speed

(skýringarmyndin hér að ofan sýnir dreifingu tengihraða fyrir NordLynx á móti öðrum VPN þjónustum sem eru víða notaðar, byggt á 250.000 prófunum sem voru framkvæmdar af Nord)

 • Ströng skráningarbannsstefna sem styrkt er af gagnaverndarlögum Panama og er reglulega uppfærð af útibúi PWC í Zurich.

Tefincom S.A., fyrirtækjaeiningin sem rekur NordVPN, er skráð í lýðveldinu Panama sem þekkt er fyrir jákvætt viðhorf sitt til nafnleyndar og gagnaverndar.

Jafnvel í (þeim ólíklegustu) tilfellum sem þriðja aðila tekst að þvinga Tefincom til að afhenda gögnin sín, mun ekki vera mikið til afhendingar, þar sem Nord geymir ekki skrár um athafnir viðskiptavina sinna á netþjónum sínum.

Þar að auki lumar NordVPN á öðru sniðugu bragði:

Á síðu þeirra “Um okkur” birta þeir svokallaða “gula heimild” (e. “warrant canary”) – yfirlýsingu sem staðfestir að þeir hafa EKKI móttekið neinar beiðnir um að afhjúpa gögn viðskiptavina.

Af hverju er þetta gagnlegt? Jú, sjáðu til; mörg lönd banna fyrirtækjum að upplýsa almenning um afhjúpunarskipanir sem þau hafa móttekið – en engin lög banna það beint að segja almenningi frá skorti slíkra skipanna 😉

 • CyberSec lokar á illviljaðar vefsíður og kemur í veg fyrir að tölvuþrjótar geti þvingað búnað þinn til að taka þátt í dreifingu árása.

Hið einstaka CyberSec kerfi sem Nord er með á sínum snærum er eins og viðbótar netvörn og auglýsingalokari sem er innbyggt í þitt VPN.

Þetta hjálpar þér að forðast ótryggar vefsíður og þú færð auglýsingafrítt (þ.e. hraðara) net án þess að setja upp viðbótarhugbúnað.

 • NordVPN styður sjálfseignarstofnanir eins og Amnesty International og Internet Freedom Festival.

Já, það er ekki eiginleiki sem gagnast þér beint – en fyrir mörgum er það mikilvægt að vita hvort vörumerkið sem þeir velja til daglegrar notkunar gerir eitthvað fyrir samfélagið til viðbótar við að einfaldlega þéna peninga.

Án virks stuðnings Nord við mannréttindasamtök og netöryggisverkefni, myndu fullyrðingar þeirra um „gildi frjálss og opins vefs“ hljóma mun yfirborðskenndara, finnst þér ekki?

Hvernig á að nota NordVPN á skilvirkan hátt?

Fyrir utan að hafa skilning á hvað VPN gerir og hvernig Nord er frábrugðin frá öðrum þjónustum, þá er einnig mikilvægt að vita hvernig á að nota þjónustuna með hámarks ávinningi fyrir líf þitt á netinu.

Fyrstu skrefin eru nokkuð hrein og bein:

 1. Farðu á opinberu vefsíðuna og búðu til reikning. Viljirðu hámarka afsláttinn þinn, skaltu skoða bónushlutann hér að neðan fyrir bestu núverandi tilboðin.
 2. Þegar því er lokið skaltu hala niður og setja upp opinbera NordVPN hugbúnaðinn með lesborði reiknings þíns.
 3. Tengstu VPN þjóninum á uppáhalds staðsetningu þinni eða notaðu sjálfvirka tengingareiginleikann, en hann mun velja besta netþjóninn í nágreni við þig.

Þetta er allt gott og blessað, en

…ólíkt mörgum öðrum, minna fágaðari kostum, getur NordVPN verið miklu öflugra öryggis og friðhelgisverkfæri ef þú notar það á réttan hátt 👍

Hér eru nokkrar nauðsynlegar vísbendingar til að hjálpa þér að hefjast handa:

 • Fyrst og fremst þá er það vel þess virði að hala niður þínu vali af VPN í allan búnað sem þú notar reglulega – til dæmis hefur Nord sérstök öpp fyrir Windows, Mac, Linux, Android og iOS. Verum stöðug í leit okkar að betri friðhelgi og öryggi!
 • Til að verja heimilisnet þitt eins og það leggur sig, geturðu sett upp NordVPN í netbeini þinn. Athugaðu þekkingargrunn þeirra fyrir sérstakar leiðbeiningar fyrir sérhvern netbeini.
 • Aðlagaðu stillingarnar svo að NordVPN appið þitt fari sjálfkrafa í gang í bakgrunninum um leið og þú kveikir á búnaði þínum og tengist þínu VPN («almenn» og «sjálfvirk tenging» dálkar).
 • Viltu minnka alla áhættu í algjört lágmark? Kveiktu á “Kill” hnappnum í stillingum NordVPN – þessi möguleiki mun sjálfkrafa gera nettengingu þína óvirka ef VPN tengingin þín er trufluð.

Einnig er vert að hafa í huga að NordVPN hefur nokkrar tegundir sérhæfðra netþjóna fyrir þá sem þurfa aukna friðhelgi og öryggi:

til dæmis eru P2P netþjónarnir tilvaldir fyrir torrent niðurhal á meðan Double VPN býður upp á hámarks nafnleynd til að komast hjá ritskoðun, rakningu og eftirliti.

Það eitt að hafa NordVPN er stökk fram á við á þínu stigi þegar kemur að netöryggi og friðhelgi – meðmælin hér að ofan eru ætluð til að hjálpa þér að fá 100% út úr áskrift þinni!

Verð, endurgreiðslur og afpantanir

Þegar kemur að verðlagi, býður NordVPN upp á fjóra valmöguleika: 1-árs, 2-ára og 3-ára áætlanir, sem og mánaðarlega áætlun.

Ef við berum saman mánaðarleg verð, þá er 3-ára áætlunin lang ódýrasti kosturinn, sem býður hlutfallslega upp á ~70% afslátt af mánaðarlega verðinu (sjá að neðan fyrir aðferð til að hljóta enn hærri afslátt með því að nota afsláttarmiða).

Eins og með flest önnur VPN, er mánaðarlegi valmöguleikinn verðsettur mun hærra (3-4 sinnum hærra!) en hinar áætlanirnar – sem þýðir að hann hefur lítið praktískt gildi, sér í lagi þar sem það er 30-daga endurgreiðslutrygging á öllum áætlununum.

…talandi um það:

NordVPN er með heiðarlega, staðlaða endurgreiðslustefnu sem felur í sér að þú getur lokað reikningi þínum og móttekið fulla endurgreiðslu á meðan á fyrsta mánuði nýju áskriftarinnar stendur 💸

Það eru tvö atriði sem þú ættir að vita um endurgreiðslur NordVPN:

 • Taktu eftir orðinu “nýr”! Aðeins reikningar sem eru búnir til á meðan á 30 dögunum stendur koma til greina fyrir 100% endurgreiðslu í gegnum endurgreiðslutrygginguna.
 • Þar sem Apple líkar að fara sínar eigin leiðir, þá er ekki mögulegt að móttaka endurgreiðslu fyrir NordVPN reikning sem búinn er til með iOS appinu. Þú munt þurfa að fá endurgreiðsluna beint frá app-verslunninni.

Sé reikningur þinn ekki nýr, þ.e. ef hann var búinn til fyrir meira en 30 dögum síðan, geturðu engu að síður lokað reikninginum hvenær sem er, en eftirliggjandi upphæð mun ekki vera endurgreidd.

Þegar á heildina er litið og ef þú metur sveigjanleika, þá gæti 1-árs áskrift verið betri fyrir nýjan reikning; en ef þú ert á annað borð að leita eftir besta verðinu, þá er 3-ára áætlunin hentugasti valmöguleikinn. Sem færir okkur að næsta efni –

BÓNUS: NordVPN afsláttarkóði

Ef þú ákveður að prófa NordVPN, því ekki að gera það á allra besta verðinu?

3-ára áætlun Nord kemur nú þegar með 70% afslætti í samanburði við mánaðarlega verðið en við getum gert enn betur.

Hérna er hvernig þú getur aukið sparnað þinn um 5 prósent til viðbótar:

 1. Smelltu á hlekkinn hér að neðan til að sækja sjálfkrafa um afsláttarkóða sem veitir þér 75% afslátt fyrir 3-ára áætlunina:

  Fáðu 75% afsl. hjá NordVPN

 2. Á síðunni sem opnast er nýr flipi, smelltu á rauða skráningarhnappinn; ekki hafa áhyggjur af því að á hnappnum standi bara hinn staðlaði 70% afsláttur 🤓
 3. Með því að smella á hnappinn muntu færast yfir til greiðslusíðunnar – skoðaðu verðáætlunina að neðan til að tryggja að afsláttarmiðinn hafi alveg örugglega bæst við:

  NordVPN coupon

  Hafi hann af einhverjum ástæðum ekki bæst við, skaltu fjarlægja afsláttarkóðann sem er þar nú þegar og afrita þennan í innsláttarreitinn:

  satori

Þá er það komið, betri kjör fyrir NordVPN, með 30-daga endurgreiðslutryggingu! Þú getur nú haldið áfram með greiðsluferlið, nýja verðið mun bætast við reikninginn þinn.

Niðurstaða: Ættirðu að nota NordVPN?

Nú þegar við höfum betri skilning á því hvað NordVPN hefur upp á að bjóða, er kominn tími til að svara lokaspurningu okkar –

Er Nord peninganna virði?

Svarið er klárlega “já”:

NordVPN virðist hafa fundið hið gullna jafnvægi á milli úrvalsgæða og viðráðanlegs verðs og veita samsetningu að báðu sem er nánast ómögulegt að toppa.

Það eru ákveðin tilfelli þegar að stærð fyrirtækis virkilega gerir gæfumuninn fyrir viðskiptvini þess.

Að vera stærsta VPN þjónusta í heiminum gerir Nord kleift að fjárfesta mikið í innviðum sínum og eiginleikum – og það tryggir einnig mikilvægi þess að halda mannorðinu á lofti fyrir þetta vörumerki.

Af öllum sýndareinkanetum sem við höfum prófað í gegnum árin, þá er auðvelt að mæla með NordVPN sem “mikið-fyrir-peningana” lausn fyrir svo miklu betra netöryggi og friðhelgi:

…allt frá daglegu netvafri, innkaupum á netinu, P2P/torrentum og streymiveitum – alveg til þess að forðast ritskoðun ríkisins og fá háþróaða nafnleynd, NordVPN er valmöguleiki sem vert er að íhuga.

***

Ertu enn með spurningar varðandi Nord? Eða kannski hefurðu nú þegar notað þetta VPN og vilt deila þínu áliti? Deildu umsögn þinni í athugasemdahlutanum hér að neðan, hjálpumst að við að taka upplýstar ákvarðanir!

Ræðum saman!